Vinn.is

Rammasamningar með umhverfisskilyrðum

Í ársbyrjun 2011 voru fyrstu umhverfisskilyrðin notuð í heild sinni í rammasamningasútboði hjá Ríkiskaupum, í rammasamningi Ríkiskaupa um hreinlætisefni og -pappír. Í framhaldi af þeirri vinnu og sem liður í innleiðingu á vistvænni innkaupastefnu ríkisins munu öll ný rammasamningsútboð innihalda umhverfisskilyrði, að hluta eða í heild sinni. Hér er að finna fyrirhuguð rammasamningsútboð Ríkiskaupa á árinu 2018. Til eru umhverfisskilyrði fyrir átján vöru- eða þjónustuflokka

Sökum þess hve líftími rammasamninga er mismunandi eða frá einu ári upp í fjögur ár þá mun taka tíma að koma þessum umhverfisskilyrðum inn í alla viðeigandi samninga.

Örútboð innan rammasamninga eru ein leið sem kaupendur geta farið til að setja fram kröfur um vistvæna vöru eða þjónustu ef slík skilyrði eru ekki þegar í rammasamningi og það má gera þegar þörfin fyrir kaup er skilgreind, sjá leiðbeiningar um örútboð á vef Ríkiskaupa

Rammasamningar þar sem grunnviðmið umhverfisskilyrða VINN.is ná til alls vöruúrvals:

Rammasamningar þar sem grunnviðmið umhverfisskilyrða VINN.is ná til hluta vöruúrvals:

Auk þessu rammasamningar sem í eðli sínu er allt annað en umhverfisvænir þar sem engu að síður er boðið upp á vistvænni valkosti eins og í rammasamningi um eldsneyti.

Allar nánari upplýsingar um umhverfisskilyrði og gæðakröfur í rammasamningum eru að finna á rammavef Ríkiskaupa

Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Rammasamningar með umhverfisskilyrðum

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.