Vinn.is

Handsápa og hársápa

Gátlisti fyrir almenn innkaup á handsápu og hársápu.

  • Veljið handsápu eða hársápu sem merkt er Svaninum eða sænska umhverfismerkinu Bra Miljöval. Svanurinn er trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum, án þess að það komi niður á gæðum eða virkni vörunnar. Til er nokkurt úrval af umhverfismerktri sápu á íslenskum markaði. 
  • Veljið handsápu eða hársápu án litar- og ilmefna. Litar- og ilmefni geta haft skaðleg áhrif á umhverfið. Ilmefni geta einnig ert öndunarveg og framkallað ofnæmi hjá viðkvæmum einstaklingum. Efnin eru ekki nauðsynleg fyrir virkni sápunnar og ætti því að sniðganga.
  • Veljið vörur sem auðvelt er að skammta hæfilega. Froðusápu er auðvelt að skammta hæfilega og er því góð leið til að draga úr notkun.

 Byggt á dönskum gátlista, sjá hér

 

 
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Smærri innkaup Handsápa og hársápa

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.