Vinn.is

Hreinsi- og ræstiefni

Gátlisti fyrir almenn innkaup hreinsi- og ræstiefna
  • Leitið leiða til að draga úr innkaupum hreinsi- og ræstiefna. Með góðu skipulagi ræstinga er oft hægt að minnka skammta og fækka tegundum hreinsi- og ræstiefna og draga úr tíðni ræstinga, án þess að það hafi áhrif á gæði.  
  • Veljið hreinsi- og ræstiefni sem eru umhverfismerkt, t.d. með Svansmerkinu eða Blóminu. Viðurkennd umhverfismerking er trygging fyrir því að viðkomandi vara er meðal þeirra sem uppfylla ströngustu umhverfiskröfur og að umhverfisáhrif vörunnar hafi markvisst verið lágmörkuð á öllum stigum lífsferils hennar, án þess að það sé á kostnað virkni eða gæða vörunnar. Umhverfismerkt efni innihalda ekki skaðleg efni á borð við fosfónöt, LAS, APEO, NPEO, EDTA og NTA.  
  • Forðist að velja efnavörur sem innihalda litar- og ilmefni. Ilmefni geta valdið ofnæmisviðbrögðum auk þess sem litar- og ilmefni eru hugsanlega skaðleg öðrum lífverum. Litar- og ilmefni eru ekki nauðsynleg fyrir hreinsivirkni vörunnar og má því sleppa.
  • Forðist að velja þvottaefni sem innihalda bleikiefni. Bleikiefni (e. optical whitener) hafa ekki hreinsivirkni en hafa það hlutverk að gera hvítan þvott hvítari. Slík efni geta haft skaðleg áhrif á vatnalífverur. 
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Smærri innkaup Hreinsi- og ræstiefni

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.