Vinn.is

Aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlun er í viðauka við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, sjá hér.

 

MARKMIÐ AÐGERÐIR ÁBYRGÐ TÍMI
Þeir sem sjá um útboðsgerð hafi þekkingu á vistvænum innkaupum og færni til að beita þar til gerðum verkfærum, s.s. Umhverfisskilyrðum og útreikningum á líftímakostnaði Ríkiskaup, sem leiðandi fagaðili, fylgist markvisst með, færi heim og miðli þróun erlendis á sviði vistvænni innkaupa, svo sem á sviði líftímakostnaðar og nýskapandi innkaupa. Ríkiskaup 2013-2016
Samstarf stærri stofnana og Ríkiskaupa um verkaskiptingu og þjálfun sérfræðinga í ákveðnum vöruflokkum Ríkiskaup, FSR og fleiri eftir atvikum. 2013-2016
Forstöðumenn og innkaupafólk stofnana þekki til og noti almenn verkfæri vistvænna innkaupa, svo sem gátlista. Stýrihópur VINN vinni eftir kynningaráætlun fyrir vistvæn innkaup. Stýrihópur 2013-2016
Stýrihópur sjá til þess að vefurinn vinn.is sé gagnlegur og lifandi miðill fyrir upplýsingar um vistvæn innkaup. Stýrihópur 2013-2016
Stýrihópur veiti forstöðumönnum fræðslu um vistvæn innkaup og nýtingu sértækra umhverfisskilyrða eftir atvikum. Stýrihópur / Ríkiskaup 2013-2014
Stýrihópur ljúki fyrstu kynningu fyrir allar stofnanir og vinnustofu Stýrihópur vor 2013
Stýrihópur móti og stígi næstu skref í fræðslu um vistvæn innkaup, sem feli t.d. í sér vinnustofur og tengingu við önnur viðfangsefni sem lúta að grænum ríkisrekstri. Stýrihópur 2013
Birgjar ríkisins fái upplýsingar um vistvænar kröfur sem gerðar eru í innkaupum, með góðum fyrirvara. Ríkið og birgjar eigi í árangursríku samstarfi um þróun vistvænna innkaupa með skapandi lausnum. Virk miðlun upplýsinga frá útboðsaðilum um kröfur og þarfir ríkisins. Ríkiskaup 2013-2016
Hvatt verður til samstarfs birgja og kaupenda um þróunarverkefni vistvænna lausna. Ríkiskaup / FSR 2014-2016
Þróa birgjamat sem kaupendur geta nýtt sér við að koma sér upp skilvirku verklagi við eftirfylgni á útboðskröfum. Ríkiskaup 2013-2014
Rammasamningar ríkisins uppfylli að lágmarki lágmarksskilyrði grunnviðmiða í umhverfisskilyrðum þeirra vöru- og þjónustuflokka þar sem slík skilyrði hafa verið útbúin. Útboðsaðilar ríkisins innleiði verklag sem tryggir að umhverfisskilyrði séu ávallt notuð þegar mögulegt er. Ríkiskaup 2013-2016
Hlutfall vistvænna útboða, þ.e. útboða með umhverfisskilyrðum, útboða sem taka mið af líftímakostnaði eða útboða sem á annan hátt eru til þess fallin að minnka umhverfisáhrif, verði 50% árið 2016. Stýrihópur sjái til þess að úrval gátlista og umhverfisskilyrða verði aukið. Stýrihópur 2013-2014
Í verklagi útboðsaðila sé gert ráð fyrir því að ávallt séu nýtt sérhæfð erlend umhverfisskilyrði þegar þau eru fyrir hendi. Ríkiskaup 2013-2016
Útboðsaðilar móti áætlanir með hliðsjón af ofangreindum tölulegum markmiðum og komi þeim á framfæri við stýrihóp. Stýrihópur 2013-2016
Móta tillögu um fyrirkomulag á endurgreiðslu á hluta innkaupsverðs vegna kaupa á umhverfismerktum vörum stofnana ríkisins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar eftir tillögum við útfærslu á fyrirkomulagi m.a. hjá stýrihópi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið 2014
Starfsfólk og stjórnendur stofnana hafi þekkingu á grænum rekstri og kunnáttu í að beita hjálpartækjum til að lágmarka umhverfisáhrif með einföldum og skilvirkum aðferðum sem eru að mestu sameiginlegar og eiga almennt við um allar stofnanir. Stýrihópur VINN mótar hjálpartæki sem auðveldar stofnunum að stunda grænan rekstur. Hjálpartækin eru aðgengileg, t.d. með miðlun á vef. Stýrihópur 2013-2014
Stofnanir ríkisins nýti sér hjálpartækin á markvissan hátt og byggi þau inn í verklag sitt. Stofnanir ríkisins 2013-2016
Stýrihópur VINN sér til þess að stofnanir fái kynningu á grænum rekstri og læri að nota hjálpartæki. Stýrihópur 2013-2014
Stofnanir sjá um að byggja upp þekkingu og færni í grænum rekstri og gera hann að sýnilegum þætti í innra starfi. Stofnanir ríkisins 2013-2016
Stofnanir noti grænt bókhald eða sjálfbærnivísa til að meta frammistöðu í umhverfismálum, upplýsingum sé safnað og miðlað. Stýrihópur VINN lætur stofnunum í té forskrift að grænu bókhaldi, safnar niðurstöðum og miðlar á vefnum vinn.is. Stýrihópur 2013-2016
Stofnanir styðjist við viðmiðanir GRI í ársskýrslum, eftir því sem við getur átt. Stýrihópur 014-2016

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.