Vinn.is

Seljendur

Aukin umhverfisvitund í samfélaginu og áhersla á vistvæn innkaup opinberra aðila eykur eftirspurn eftir umhverfisvænum vörum og þjónustu. Í því felst tækifæri fyrir seljendur, því með því að bjóða umhverfisvæna vöru og þjónustu er komið til móts við þennan aukna áhuga. Þannig eykst salan um leið og ánægja viðskiptavina vex.

Markmiðið með stefnu um vistvæn innkaup ríkisins er að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við öll innkaup ríkisins, um leið og kostnaður og gæði eru metin. Þannig er dregið úr umhverfisáhrifum opinberrar starfsemi um leið og hvatt er til nýsköpunar og samkeppni á markaði um leiðir til að minnka álag á umhverfið.

Aukin vitund um umhverfismál hefur leitt til nýrra lausna og gott dæmi um það eru visthæfir bílar. Aukning í sölu þeirra er einnig gott dæmi um hve hratt neytendur geta haft áhrif á markaðinn.

Þú ert hér: Forsíða Seljendur

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.