Vinn.is

Góð dæmi

Hér eru nokkur dæmi um ávinning af vistvænum innkaupum:

Frá hugmynd til árangurs!
Í tveimur ræstingarútboðum á vegum Reykjavíkurborgar árið 2009 voru sett skýr umhverfisskilyrði m.a. um efnanotkun og gefin stig ef þjónustan uppfyllti kröfur um  umhverfisvottun. Útboðin byggðu á ítarlegri þarfagreiningu í samráði við notendur.
Árangur útboðanna var eftirfarandi:

  • Kostnaður vegna ræstinganna minnkaði um 50%, þ.e. um 90 milljónir á ári.
  • Efnanotkun minnkaði um 65% í öðru útboðinu og 33% í hinu.
  • Meira en 95% af efnum í ræstingunum eru umhverfisvottuð.
  • Plastpokanotkun í skrifstofuhúsnæði minnkaði um 200 kg ári.
  • Heilsusamlegra vinnuumhverfi.
  • Aukin ánægja hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar með ræstingarnar.
  • Mikil fjölgun Svansvottana á Íslandi. Markaðshlutdeild Svansvottaðrar ræstingarþjónustu jókst úr því að vera minna en 10% árið 2009 í meira en 50% árið 2011.
  • Stóraukið framboð af vistvænum ræstingarefnum og ræstingarvörum hjá söluaðilum á Íslandi.

Hægt er að spara umtalsverðar fjárhæðir
Með með góðri þarfagreiningu og notkun umhverfisskilyrða eru möguleikar á sparnaði.

  • Vínarborg sparaði €44,4 miljónir og dró úr losun CO2 um 100.000 tonn á árunum 2004 til 2007 í gegnum verkefnið EcoBuy programme.
  • Í Bretlandi mætti spara €47,2 miljónir ef notast væri við umhverfisskilyrði Government Buying Standards (GPP) við öll opinber innkaup, samkvæmt nýlegri kostnaðargreiningu á vegum bresku umhverfisstofnunina DEFRA.

Dregið úr útblæstri bíla
Á ársbyrjun 2011 setti systurstofnun Ríkiskaupa í Slóveníu kröfur í útboð bíla og minni fólksflutningabifreiðir (mini-bus). Gerð var krafa um að öll farartæki uppfylltu kröfur EURO 5 staðalsins um losun CO2; hámarks losun CO2 fyrir litla bíla 115 g/km upp í 180 g/km fyrir minni fólksflutningabifreiðar. Einnig voru sett matsviðmið fyrir fleiri umhverfiskröfur. Útboðið leiddi af sér vistvænni bílaflota þegar borið var saman við fyrri ár, t.d. var samdráttur í losun á bilinu 3g/km til 45g/km, mismunandi eftir gerðum farartækja.  Sjá nánar hér.

Draga mætti úr CO2 losun um 15 miljónir tonna árlega ef öll aðildarríki Evrópusambandsins mynd nota sömu umhverfisskilyrði fyrir lýsingu og skrifstofubúnað og Turku í Finnlandi og draga þannig úr orkunotkun um 50%.

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.