Vinn.is

Málningarvinna

Gátlisti fyrir almenn innkaup á málningarvinnu.

  • Gangið úr skugga um að málningin henti verkefninu. Mikilvægt er að velja rétta málningu sem hentar verkefninu, bæði m.t.t. gæða og endingar. Leitið til málara sem gefur góð ráð og leiðbeiningar um viðeigandi málningu.
  • Veljið málningu sem merkt er Svaninum eða Blóminu. Umhverfismerkin Blómið og Svanurinn eru trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum án þess að það komi niður á gæðum eða virkni.   
  • Veljið málningu með lágar tölur varúðarflokka eins og gæðakröfur ykkar leyfa. Vörur með lágar tölur varúðarflokka innihalda minna af umhverfis- og heilsuskaðlegum efnum. Málning með lágar tölur inniheldur einnig minna af leysiefnum en málning með hærri tölu.
    Tölurnar eru tvær, t.d. 0-1 eða 2-1. Fyrri talan gefur til kynna hversu hættulegt efnið er til innöndunar. Seinni talan gefur til kynna mögulega ertingu á húð eða ofnæmi. 0 er hættuminnst í báðum tilvikum.
  • Tryggið að úrgangsmálning fari í spilliefnameðhöndlun. Sjáið til þess að úrgangsmálningu sé safnað og skilað inn til spilliefnameðhöndlunar. Úrgangsmálning hefur neikvæð áhrif á umhverfið, því er mikilvægt að meðhöndla hana rétt.
  • Veljið málara sem vinnur að því að bæta vinnuumhverfi. Hafi málningarverktakinn gert áhættumat á vinnuumhverfi sínu, má gera ráð fyrir því að unnið sé af alvöru með öryggi og heilbirgði starfsmanna.

Byggt á dönskum gátlistum, sjá hér.

Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Smærri innkaup Málningarvinna

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.