Vinn.is

Smærri innkaup

Til að auðvelda kaupendum að spyrja og gera kröfur um umhverfisvæna valkosti hafa verið útbúnir gátlistar fyrir nokkra algenga vöruflokka þar sem umhverfisatriðum er forgangsraðað eftir mikilvægi.

Vöruflokkarnir eru í efnisyfirlitinu til vinstri og hér fyrir neðan:

Bifreiðar Bleiur
Eldavélar Handsápa og hársápa
Gluggatjöld Gólfþvottavélar
Grófir vinnuhanskar Hjólbarðar
Hreinlætispappír Hreinsi- og ræstiefni
Húsgögn Kaplar og leiðslur
Kæliskápar og frystar Ljósaperur
Málning Málningarvinna
Plastpokar Prentþjónusta
Ræstiþjónusta Sérstök ræstiefni
Skrifstofupappír Sængurföt
Tölvu- og skrifstofubúnaður Vinnuföt
Þvottaefni Þvottahús

Gátlista má nota við smærri innkaup hjá opinberum stofnunum, en þeir gefa hugmynd um hvernig hægt er að velja umhverfisvænar vörur og þjónustu t.d. þegar verið er að kaupa eftir rammasamningum. 

Við innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum ætti að leita fyrst til þeirra seljenda sem hafa gert rammasamning við Ríkiskaup.

Ef ekki er til rammasamningur um þá vöru eða þjónustu sem leitað er eftir og innkaupin eru undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboða ber stofnunum að nota svokallað verðfyrirspurnarform sem Ríkisendurskoðun og Ríkiskaup hafa gefið út. Þar gefst kaupendum tækifæri til að kanna m.a. framboð á vistvænum vörum og einnig að athuga með líftímakostnað véla og tækja. Dæmi um spurningar:
  • Er varan/þjónustan umhverfismerkt?
  • Hvernig endist varan? Hversu miklar eru umbúðirnar? Hversu langt hefur varan verið flutt? Hver er orkunotkun vörunnar?
  • Hver er líftímakostnaðurinn, þ.e. innkaupaverð auk kostnaðar við rekstur, viðhald og förgun?
  • Ef um þjónustu er að ræða: Er fyrirtækið með vottað umhverfisstjórnunarkerfi t.d. ISO 14001? 
Með því að spyrja og gera kröfur um umhverfisvæna valkosti stuðlum við að því að seljendur auki úrval sitt af vistvænni vöru og þjónustu. Um leið aðstoðum við seljendur við að koma auga á tækifæri til nýsköpunar!
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Smærri innkaup

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.