Vinn.is

Útboð

Í útboðum skal fella umhverfisskilyrði VINN inn í útboðsgögn. Hægt er að nota þau í heilu lagi eða að hluta.

Umhverfisskilyrði VINN: 

Góður undirbúningur er mikilvægur. Greinið þörfina í samstarfi við notendur og skilgreinið hvað á að bjóða út. Einfaldasta leiðin í útboðum með vistvænum áherslum er að umhverfissjónarmiðin komi fram í heiti vörunnar sem bjóða á út, t.d. metanbifreið.
Nánar um undirbúning

Vandið til verka. Umhverfisskilyrði í útboðum þurfa að byggja á faglegri þekkingu á umhverfismálum og á innkaupalöggjöf auk þess að vera raunhæf. Í útboðum er hægt að setja fram umhverfisskilyrði með ýmsum hætti, sem lágmarksskilyrði, matsskilyrði eða sem samningsskilyrði.
Nánar um umhverfisskilyrði

Eftirfylgni í mati á tilboðum. Mikilvægt er að meta innkomin gögn á faglegan hátt og út frá þeim skilyrðum sem sett voru í útboðsgögnunum. Slík vinnubrögð eru forsenda þess að traust skapist í útboðum opinberra aðila.
Nánar um mat á tilboðum

Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Útboð

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.