Vinn.is

Húsgögn

Gátlisti fyrir almenn innkaup húsganga
  • Veljið húsgögn sem eru vönduð, auðvelt að viðhalda og endast vel (í a.m.k. 10 ár). Vörur með stuttan líftíma og/eða hönnun sem úreldist hratt leiðir til meiri auðlindanotkunar og óþarfa kostnaðar. Æskilegt er að kaupa vandaðri húsbúnað þó svo hann sé hugsanlega dýrari við innkaup getur hann verið ódýrari til lengri tíma ef viðhald er minna og húsbúnaðurinn dugi lengur. Óskið eftir upplýsingum um styrk og frágang þeirra hluta sem verða fyrir mestu álagi,t.d. áklæði, samsetningar og festingar og velið það sem hentar best í hverju tilfelli. 
  • Veljið húsgögn sem fylgja upplýsingar um notkun og viðhald, s.s. varðandi þrif og viðgerðir. Gott viðhald tryggir langan líftíma húsgagnanna. 
  • Veljið húsgögn sem eru í ábyrgð eða sem hægt er að fá varahluti í, helst í a.m.k 10 ár. Æskilegt er að hægt sé að gera við og/eða skipta um þann hluta húsgagnsins sem er úr sér genginn, í stað þess að kaupa allt nýtt. Sem dæmi að hægt sé að skipta um áklæði á stólum, eða borðplötu án mikillar fyrirhafnar. 
  • Kannið hvort hægt sé að fá húsgögn sem eru umhverfismerkt. Hægt er að fá umhverfismerkt húsgögn, t.d. merkt með Svansmerkinu, s.s. skrifstofustóla, bólstruð húsgögn og stóla og hillur úr tré. Hafa ber í huga að ekki eru til Svansviðmið fyrir allar gerðir húsgagna og úrvalið á Íslandi er eins og er ekki mikið.  Einnig er hægt að fá viðarhúsgögn sem merkt eru með FSC merkinu, til marks um að viðurinn í vörunni sé upprunninn í skógi sem nýttur er á sjálfbæran hátt.
  • Veljið húsgögn sem auðvelt er að endurvinna. Endurvinnsla er auðveldari ef varan er úr einsleitu efni (s.s. tré eða málmi).  Ef varan er blanda af margvíslegum efnum á að vera auðvelt að aðskilja þau (t.d. plast frá málmi) til að auðvelda endurvinnslu. 

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.