Vinn.is

Stefna um vistvæn innkaup ríkisins og grænan ríkisrekstur

Með stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur er leitast við að minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa, aðstoða opinberar stofnanir við að gera rekstur sinn umhverfisvænni og stuðla að sjálfbærri neyslu. Stefnan á að stuðla að bættari samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem bjóða umhverfisvænni valkosti til að mæta kröfum ríkisins og verða þar með samkeppnishæfari í ljósi síaukinna krafna um umhverfisvæna kosti.
 
Leiðarljós 
  • Góð samskipti við aðila markaðarins og gagnsæ vinnubrögð stuðli að virkri samkeppni, auknu vöruúrvali og nýsköpun til að mæta auknum væntingum og kröfum um umhverfissjónarmið. 
  • Ríkisstofnanir gefi skýr skilaboð til markaðarins um að þær taki tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða við innkaup. Kröfur sem ríkið gerir varðandi vistvænan rekstur séu ávallt gagnsæjar og vel rökstuddar. Aðeins með þeim hætti getur markaðurinn brugðist við þeim og bætt framboð sitt sem mætir nýjum þörfum. 
  • Verklag og verkfæri séu sameiginleg sem gera vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur einfaldan, faglegan og aðgengilegan. Starfsfólk ríkisstofnana fái upplýsingar, fræðslu og faglega ráðgjöf um vistvæn innkaup og grænan rekstur.
  • Grænn ríkisrekstur sé markviss og í samræmi við bestu aðferðir hverju sinni.
Sýn fyrir árið 2016
Ríkið setur skýrar kröfur um vistvænar áherslur við innkaup og er drifkraftur í nýsköpun og grænu hagkerfi. Árangur er mældur og kynntur. Almenningi og birgjum er kunnugt um kröfur og árangur.

Stofnanir hafa greiðan aðgang að skilvirkum hjálpartækjum, s.s. umhverfisskilyrðum í öllum helstu vöru- og þjónustuflokkum til styðjast við og lykilstarfsmenn hafa fengið góða fræðslu og þjálfun í vistvænum innkaupum. Vistvænar áherslur eru eðlilegur og sjálfsagður hluti af innkaupaferli, jafnt í almennum innkaupum sem útboðum.

Í ríkisrekstrinum er að finna áhugaverðar og metnaðarfullar fyrirmyndir um grænan rekstur þar sem unnið er eftir umhverfisstefnu og fylgst er með árangri í grænu bókhaldi.

Sett hafa verið markmið og stefnunni fylgir aðgerðaáætlun, sjá nánar um stefnu um vistvæn innkaup ríkisins.
 
Stefnan byggir meðal annars á niðurstöðum könnunar sem gerð var um stöðu vistvænna innkaupa og græns ríkisrekstur hjá forstöðumönnum.
Þú ert hér: Forsíða Vistvæn innkaup Stefna ríkisins

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.