Fréttir
Umhverfisskilyrði fyrir garðyrkjuvörur og - þjónustu
Nú eru aðgengileg hér á vefnum sextándu umhverfisskilyrðin, fyrir garðyrkjuvörur og - þjónustu. Á einfaldan hátt má setja kröfur í útboð fyrir fjölmarga vöruflokka; áklæði, ljósaperur, húsgögn, bíla, akstursþjónustu, pappír, tölvur, ræstivörur og svo mætti lengi telja. Nýta á hvert tækifæri til að hafa áhrif á markaðinn með því að nota skilyrðin, eða svo vitnað sé í orð borgarstjóra Malmö á nýliðinni alþjóðlegri ráðstefnu um vistvæn innkaup; "Áskorun okkar er að tryggja að hver evra sem við eyðum hámarki ávinning samfélagsins, dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðli að sjálfbærum hagvexti."