Fréttir
Kostnaður við ræstingar í HÍ minnkar
Í september 2012 voru boðnir út um 60 þúsund m2 hjá HÍ fyrir ræstiþjónustu. Á grunni vandaðrar þarfagreiningar og kröfu um Svansvottaða ræstingu fengust hagstæð tilboð og kostnaður vegna ræstinga mun minnka umtalsvert. Jafnframt mun efnanotkun minnka og öll efni sem notuð eru við almenna ræstingu eru umhverfismerkt. Plastpokar hafa ekki verið notaðir í ruslafötum á skrifstofum í Háskóla Íslands frá 2010. Allt er þetta gott fyrir pyngjuna, umhverfið og heilsuna.