Vinn.is

Hvað eru vistvæn innkaup?

Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Fréttir

Grænt bókhald stofnana fær andlitslyftingu

 

Nú er tilbúin uppfærð útgáfa af grænu bókhaldi ( útg.3) sem nær til ársins 2020. Nokkrar breytingar voru gerðar sem fólust í að leiðbeiningarnar eru nú  ítarlegri, aukin áhersla var lögð á losunartölur þar sem það var hægt og verður áfram gert í næstu uppfærslum.

Nýjum flipa fyrir samgöngusamninga var bætt við, enda á áhersla stofnana að vera á umhverfisvænni samgöngur.
Einnig var reitum fyrir markmiðasetningu bætt við skjalið en stofnanir eru hvattar til að setja sér markmið á hverju ári og vinna markvisst að því að ná þeim.

Umhverfisstofnun fer með umsjón verkefnisins og veitir stofnunum aðstoð og ráðleggingar við gerð bókhaldsins. Hægt er að hafa samband við Hólmfríði Þorsteinsdóttur til að fá frekari upplýsingar eða aðstoð við að koma verkefninu af stað This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Við vonum að skjalið nýtist stofnunum vel og viljum endilega fá ábendingar um lagfæringar. Svo er um að gera að breyta og bæta skjalið eftir þörfum.

Þú ert hér: Forsíða Nýtt frá stofnunum Grænt bókhald stofnana fær andlitslyftingu

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.