Fréttir
Vissir þú - ljósritunarvélar
... sumar ljósritunarvélar losa efni sem hafa neikvæð áhrif á loftgæði. Dæmi um slík skaðleg efni eru óson (O3), ryk og rogjörn lífræn leysiefni (VOC).
Vissir þú - skrifstofubúnaður
... tölvu- og skrifstofubúnaður notar rafmagn meðan hann er í notkun en einnig meðan hann er í biðstöðu (e. standby).
Vissir þú - farsími
... farsími er settur saman úr 500-1000 hlutum sem sumir hverjir eru skaðlegir umhverfinu og heilsu manna þegar þeir safnast upp í umhverfinu.
Vissir þú - litarefni
... litarefni í pappír geta verið skaðleg umhverfinu og litaður pappír er erfiðari í endurvinnslu.
Vissir þú - ljósritunarpappír
... til þess að framleiða 1 tonn af ljósritunarpappír þarf um 3 tonn af trjám. Auk þess falla til um 1 tonn af föstum úrgangi, 70 tonn af menguðu vatni og tæp 3 tonn af gróðurhúsalofttegundum.