Fréttir
Gott ráð - öryggisblöð
Hafið öryggisblöð fyrir þau efni sem notuð eru tiltæk og kynnið ykkur vel það sem þar stendur. Öryggisblöð er hægt að nálgast hjá birgjum sem selja viðkomandi efni.
Gott ráð - skammtastærðir
Vatnið á Íslandi inniheldur lítið af steinefnum og kallast “mjúkt vatn”, því þarf minna af hreinsiefnum við íslenskar aðstæður. Giskið ekki á skammtastærðir eða notið tilfinninguna. Útbúið eða notið staðlaða skammta.
Gott ráð - þrif
Skipuleggið þrif miðað við aðstæður hverju sinni. Með markvissum vinnubrögðum er oft hægt að draga úr fjölda hreinsiefna og tíðni ræstinga.
Gott ráð - bílar
Á vef FÍB er að finna vistvæn bílaráð, sjá www.fib.is (undir tenglinum “Bíllinn”, smellið á “Grænir bílar”).