Um umhverfisskilyrði fyrir útboð
Mikilvægt er að umhverfisskilyrðin uppfylli eftirfarandi grundvallaratriði:
- Skilyrðin komi fram í útboðsgögnum og útskýrt hvernig þau verði metin.
- Skilyrðin séu sett fram í samræmi við meginreglur ESB m.a. um gegnsæi, jafnræði bjóðenda og meðalhófsregluna.
- Skilyrðin sé hægt meta á hlutlægan og magnbundinn hátt.
- Fram komi hvaða gögn skuli fylgja með tilboði til að sanna uppfyllingu skilyrða.
Nauðsynlegt er að vanda vel til verka þegar umhverfisskilyrði eru sett fram í útboðum. Þau þurfa að byggja á faglegri þekkingu á innkaupalöggjöf og umhverfismálum auk þess að vera raunhæf. Best er að fylgja skilgreindum umhverfisskilyrðum sem til eru fyrir ýmsa vöruflokka, svo sem umhverfisskilyrði VINN eða umhverfisskilyrðum ESB. Einnig er mikilvægt að þekkja markaðinn vel áður en skilyrði eru sett fram.
Athugið að hægt er að setja fram umhverfisskilyrði með ýmsum hætti; sem lágmarksskilyrði, matsskilyrði eða sem samningsskilyrði.