Grófir vinnuhanskar
Gátlisti fyrir almenn innkaup á grófum vinnuhönskum.
- Veljið vinnuhanska sem hafa verið sútaðir án þungmálma, þ.m.t. króm. Veljið leður sem hefur verið sútað með sútunarefnum úr jurtaríkinu eða lífrænum efnum án þungmálma. Þá er engin hætta á að málmsölt mengi í frárennsli og seyru þegar hanskarnir verða að úrgangi.
- Veljið vinnuhanska þar sem bindihlutfall fyrir króm er yfir 90%. Ef hanskarnir hafa verið sútaðir með krómi, skal bindihlutfall (e. fixation rate) vera yfir 90%. Króm er takmörkuð auðlind. Til þess að draga úr notkun auðlindarinnar og umhverfisáhrifum vegna sútunar með krómi skal hæsta mögulega hlutfall vera bundið í leðrinu.
- Veljið vinnuhanska sem eru ólitaðir. Þá er engin hætta á að litarefni smiti á hendur.
- Veljið vinnuhanska úr lífrænt ræktaðri bómull. Ef bómullin er lífrænt ræktuð er ekki notaður tilbúinn áburður eða skordýraeitur.
Byggt á dönskum gátlista, sjá hér.