Við mat á tilboðum er fyrst metið hvort bjóðendur uppfylli kröfur varðandi fjárhagslegt og tæknilegt hæfi sem og hvort þeir uppfylli allar lágmarkskröfur varðandi eiginleika þess sem verið er að kaupa. Á þessu stigi eru svörin einungis já eða nei.
Uppfylli bjóðandi kröfurnar er tilboðið metið með hliðsjón af matsskilyrðum. Við mat á tilboðum eru umhverfisskilyrði metin til jafns við önnur skilyrði. Mikilvægt er að meta fyrirliggjandi gögn á vandaðan og faglegan hátt. Oft reynist það þrautinni þyngri ef ekki er vel skilgreint í útboðsgögnum hvaða gögnum skuli skilað inn.
Hægt er að meta tilboð á tvo vegu:
- Lægsta verð: Ákvörðun byggist á lægsta verði. Ef engin matsskilyrði eru í útboðinu eða matsskilyrðin ekki forgangsröðuð er lægsta tilboði tekið.
- Hagkvæmasta tilboð: Þá er ekki gerð krafa um að lægsta verð heldur bestu kaup miðað við þau skilyrði sem sett voru fram í útboðsgögnum.
Í vistvænum innkaupum er lögð áhersla á að
velja hagkvæmasta tilboð byggt á þeim skilyrðum sem sett eru fram í útboðsgögnum. Lágmarksskilyrði þarf alltaf að uppfylla. Valið er það eða þau tilboð sem hafa lægst verð og uppfylla öll lágmarksskilyrði.
Þá er kannað hve vel tilboðið uppfyllir matsskilyrði. Matsskilyrði eru metin samkvæmt því stigamatskerfi sem sett hefur verið fram í útboðsgögnum. Valið er það tilboð sem fær mestan fjölda stiga út úr stigamatskerfinu. Nokkur dæmi um hvernig meta má matsskilyrði með stigamatskerfi með mismunandi hætti má finna á vef ESB, sjá Module 2: Legal framework.
Samningsskilyrði eru sett fram í samningi eftir að mat á tilboðum hefur farið fram, í samræmi við útboðsgögn. Afar mikilvægt er að samningsskilyrðum sé vel fylgt eftir og með reglulegum hætti.