Vinn.is

Besti kosturinn

Við val á besta kosti við innkaup þarf því að hafa í huga eftirfarandi

  1. Uppfyllir varan eða þjónustan þörfina sem hún á að uppfylla?
  2. Hver er líftímakostnaðurinn?
  3. Hvaða vara eða þjónusta er best út frá umhverfissjónarmiði? 

Stundum getur verið erfitt að meta hvað er best út frá umhverfissjónarmiði, jafnvel þó að upplýsingar um umhverfisþætti liggi fyrir. Þá er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:­

  • Velja umhverfisvottað: Vara eða þjónusta með áreiðanlegu umhverfismerki er trygging neytenda fyrir því að hún skaði umhverfið minna en aðrar sambærilegar vörur eða þjónusta. Ef um þjónustu er að ræða er mælt með að velja fyrirtæki sem er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ef kostur er. Athugið að hið síðastnefnda á aðeins við um þjónustu en ekki vörur. Ekki er leyfilegt að merkja vörur með merki ISO 14001 þar sem það segir ekkert um eiginleika vörunnar.
  • Velja samkvæmt gátlistunum: Ef til er umhverfisgátlisti fyrir vöruna fylgið þeim.
  • Nota skynsemina: Ef ekki er hægt að kaupa umhverfisvottað og enginn gátlisti er fyrir hendi, ætti einkum að velja vörur sem eru með góða orkunýtni, hafa verið fluttar styttri vegalengdir, leiða til minni efnanotkunar og/eða eru í litlum umbúðum.
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Besti kosturinn

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.