Vinnuföt
Gátlisti fyrir almenn innkaup á vinnufötum.
- Veljið vinnuföt sem merkt eru Blóminu. Blómmerkt föt eru trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum án þess að það komi niður á gæðum eða virkni. Kannið hvort slíkt stendur til boða.
- Veljið vinnuföt sem merkt eru Öko-Tex-staðlinum. Öko-Tex-merkið sýnir að ekki er farið yfir leyfileg viðmiðunarmörk um hættuleg efni í vefnaðarvörunni.
- Veljið vinnuföt sem eru án þungmálma. Við litun, einkum blárra og grænna lita, hafa þungmálmar mikið verið notaðir (s.s. kopar, króm, kadmíum og nikkel). Í dag er hins vegar mögulegt að lita vefnað án þungmálma, kannið það hjá söluðailanum.
- Veljið vinnuföt úr lífrænt ræktaðri bómull. Sé bómullin lífrænt ræktuð hefur ekki verið notað skordýraeitur eða tilbúinn áburður.
Sjá hér danska gátlista fyrir almenn vinnuföt og vinnuföt með varnareiginleika.