Vinn.is

Bifreiðar

Gátlisti fyrir almenn innkaup bifreiða

  • Spyrjið ykkur hver ferðaþörfin er sem ætlunin er að uppfylla með kaupum á bifreið. Er hægt að uppfylla þessa ferðaþörf á annan og umhverfisvænni hátt, t.d. með breyttum ferðamáta eða með því að nota síma og netið til samskipta í auknum mæli. Styttri ferðir væri t.d. hægt að fara hjólandi ef reiðhjól væri til staðar. 
  • Veljið bifreið sem er sparneytin. Kaupið ekki þyngri og aflmeiri bifreið en raunveruleg þörf er fyrir til að lágmarka eldsneytisnotkun. Óskið upplýsinga um eldsneytisnotkun bifreiðarinnar. Á vef Orkuseturs (www.orkusetur.is) er hægt að bera saman bifreiðategundir m.t.t. eldsneytisnotkunar og útblásturs koltvísýrings. Reykjavíkurborg hefur skilgreint kröfur fyrir visthæf ökutæki. Samkvæmt þeirri skilgreiningu gildir eftirfarandi: 
    1. 1. Eldsneytiseyðsla í blandaðri keyrslu ekki meiri en: Bensín - 5,0 L/100 km, Dísel – 4,5 L/100 km
    2. 2. Útblástur CO2 að hámarki 120 g/km  
  • Veljið bifreið sem uppfyllir Euro V eða sambærilegan staðal. Euro V er staðall sem gerir kröfu um útblástur nýrra bifreiða sem seldar eru í löndum Evrópusambandsins frá og með árinu 2009. Staðallinn setur viðmið fyrir hámarksútblástur NOX efna og svifryks frá dísel- og bensínbifreiðum.  
  • Forðist að kaupa nagladekk. Kaupið heldur dekk sem eru sambærileg m.t.t. öryggis en valda ekki svifryksmengun. Einnig er hægt að fá dekk með minni núningsmótstöðu sem skilar sér í minni eldsneytisnotkun. 

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.