Bifreiðar
Gátlisti fyrir almenn innkaup bifreiða
- Spyrjið ykkur hver ferðaþörfin er sem ætlunin er að uppfylla með kaupum á bifreið. Er hægt að uppfylla þessa ferðaþörf á annan og umhverfisvænni hátt, t.d. með breyttum ferðamáta eða með því að nota síma og netið til samskipta í auknum mæli. Styttri ferðir væri t.d. hægt að fara hjólandi ef reiðhjól væri til staðar.
- Veljið bifreið sem er sparneytin. Kaupið ekki þyngri og aflmeiri bifreið en raunveruleg þörf er fyrir til að lágmarka eldsneytisnotkun. Óskið upplýsinga um eldsneytisnotkun bifreiðarinnar. Á vef Orkuseturs (www.orkusetur.is) er hægt að bera saman bifreiðategundir m.t.t. eldsneytisnotkunar og útblásturs koltvísýrings. Reykjavíkurborg hefur skilgreint kröfur fyrir visthæf ökutæki. Samkvæmt þeirri skilgreiningu gildir eftirfarandi:
- 1. Eldsneytiseyðsla í blandaðri keyrslu ekki meiri en: Bensín - 5,0 L/100 km, Dísel – 4,5 L/100 km
- 2. Útblástur CO2 að hámarki 120 g/km
- Veljið bifreið sem uppfyllir Euro V eða sambærilegan staðal. Euro V er staðall sem gerir kröfu um útblástur nýrra bifreiða sem seldar eru í löndum Evrópusambandsins frá og með árinu 2009. Staðallinn setur viðmið fyrir hámarksútblástur NOX efna og svifryks frá dísel- og bensínbifreiðum.
- Forðist að kaupa nagladekk. Kaupið heldur dekk sem eru sambærileg m.t.t. öryggis en valda ekki svifryksmengun. Einnig er hægt að fá dekk með minni núningsmótstöðu sem skilar sér í minni eldsneytisnotkun.