Kaplar og leiðslur
Gátlisti fyrir almenn innkaup á köplum og leiðslum
- Veljið kapla sem eru nægjanlega sverir. Sverir kaplar henta betur þegar fyrirhuguð orkunotkun er mikil. Því meira sem þverskurðarflatarmál leiðarans er, þeim mun minni orka tapast sem varmi í kaplinum og nýtist þar með ekki.
- Veljið kapla með hulsum og einangrunarefnum án brómerandi eldhemjandi efna, antímon og klórparaffína. Brómefnasambönd og antímontríoxíð eru stundum notuð sem eldhemjandi efni í köplum en eru heilsuspillandi og mögulega krabbameinsvaldandi. Sumir kaplar innihalda að auki klórparaffína sem eldhemjandi efni eða mýkingarefni. Klórparaffínar hafa kröftug eituráhrif á vatnalífverur og geta haft langvarandi neikvæð áhrif á lífríki vatns.
- Veljið kapla með hulsum og einangrunarefnum án PVC. Sniðgangið PVC í einangrunarefnum og hulsum. Við brennslu á PVC myndast mjög heilsuspillandi lofttegundir, m.a. díoxín. Veljið frekar kapla úr PE eða sveigjanlegu polyolefin (FPO).
- Veljið kapla með hulsum og einangrunarefnum án klórópren. Sniðgangið klórópren í einangrun og hulsum (klórópren er einnig þekkt sem neopren). Klórópren er einkum að finna í varnarhulsum á færanlegum leiðslum sem þola olíuslettur, ljós og veðrun, til dæmis skipsköplum. Við bruna á klóróprenköplum myndast heilsuskaðlegar lofttegundir. Veljið frekar kapla úr PE eða sveigjanlegu polyolefin (FPO).