Sérstök ræstiefni
Gátlisti fyrir almenn innkaup á sérstökum ræstiefnum.
- Veljið ræstiefni merkt Blóminu eða Svaninum. Umhverfismerkin Blómið og Svanurinn eru trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum án þess að það komi niður á gæðum eða virkni.
- Veljið ræstiefni án tensíðanna LAS, APEO og NPEO. Sniðgangið virku efnin (tensíð) LAS, APEO og NPEO. Sum efnanna eru eitruð vatnalífverum, önnur brotna illa niður eða brotna niður í efni sem grunuð eru um að hafa hormónatruflandi áhrif.
- Veljið ræstiefni án bindlanna EDTA, NTA og fosfónata. EDTA, NTA og fosfónatar eru bindlar (e. complexing agents), þ.e. efni sem draga úr hörku vatns. EDTA og fosfónatar brotna illa niður í hreinsivirkjum frárennslis og eru skaðleg eða hættuleg vatnalífverum. EDTA og NTA binda þungmálma sem flytjast þannig með frárennslinu út í vatnakerfi.
- Veljið ræstiefni með auðniðurbrjótanlegum virkum þvottaefnum. Virku efnin (tensíðin) skulu vera auðniðurbrjótanleg.