Innkaupareglur
Innkaupareglur nýtast til að tryggja verklag innkaupa. Innihald og uppbygging innkaupareglna fer eftir eðli og umfangi starfsseminnar. Því er gott að meta hverju sinni hvað er gagnlegt og nauðsynlegt að skjalfesta eða innleiða.
Spurningarnar hér að neðan og svörin við þeim hjálpa til við að meta og þróa verklag við innkaup.
Grunnatriði sem gott er að komi fram í innkaupareglum eru:
- Hver er ábyrgur fyrir innkaupum stofnunarinnar ?
- Hver má kaupa inn og á hvaða hátt (beiðnabækur, kort, reikningar, samningar)?
- Í hvaða tilfellum ber að nota beiðnabækur eða kort og hver fær aðgang að þeim?
- Í hvaða tilfellum ber að gera samninga og hver hefur samningsrétt?
- Hver ber ábyrgð á heildarinnkaupum eða staðfestir reikninga?
- Hvernig er innkaupum háttað (eftir eðli og fjárhæðum – bein innkaup, verðfyrirspurnir, útboð, rammasamningar)?
- Hvernig er tryggt að stunduð séu vistvæn innkaup, þ.e. valin sé skásti möguleikinn miðað við framboð?