Smærri innkaup
Til að auðvelda kaupendum að spyrja og gera kröfur um umhverfisvæna valkosti hafa verið útbúnir gátlistar fyrir nokkra algenga vöruflokka þar sem umhverfisatriðum er forgangsraðað eftir mikilvægi.
Vöruflokkarnir eru í efnisyfirlitinu til vinstri og hér fyrir neðan:
Gátlista má nota við smærri innkaup hjá opinberum stofnunum, en þeir gefa hugmynd um hvernig hægt er að velja umhverfisvænar vörur og þjónustu t.d. þegar verið er að kaupa eftir rammasamningum.
Við innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum ætti að leita fyrst til þeirra seljenda sem hafa gert rammasamning við Ríkiskaup.
- Er varan/þjónustan umhverfismerkt?
- Hvernig endist varan? Hversu miklar eru umbúðirnar? Hversu langt hefur varan verið flutt? Hver er orkunotkun vörunnar?
- Hver er líftímakostnaðurinn, þ.e. innkaupaverð auk kostnaðar við rekstur, viðhald og förgun?
- Ef um þjónustu er að ræða: Er fyrirtækið með vottað umhverfisstjórnunarkerfi t.d. ISO 14001?