Morgunverðarfundur
Grænn opinber rekstur 10. apríl 2013
Í tilefni af endurskoðaðri stefnu og niðurstöðum könnunar forstöðumanna var haldið málþing 10. apríl 2013 undir heitinu Grænn opinber rekstur. Velt var upp spurningunni hversu vistvænn er opinber rekstur, farið yfir niðurstöður könnunar og gefin dæmi um faglegan og fjárhagslegan ávinning stofnana. Myndbönd frá málþinginu má nálgast neðar á síðunni. Haldin voru áhugaverð erindi með góðum dæmum, sjá hér:
- Ný stefna um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.
- Hversu vistvænar eru opinberar ríkisstofnanir í rekstri sínum? Niðurstöður nýrrar könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
- Ávinningur af umhverfisstarfi-reynslusögur.
- Umhverfisstefna sem bítur? - umhverfisstarf á Landspítala.Birna Helgadóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og samgöngumála hjá LSH.
- Efnahagslegur ávinningur af vistvænum útboðum - ræstingaútboð hjá Reykjavíkurborg. Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
- Árangur af umhverfisstarfi með þátttöku starfsmanna. Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri rekstrarsviðs ÁTVR.
Að erindum loknum var opið fyrir fyrirspurnir og umræður í pallborði. Í pallborði sátu auk frummælenda Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa. Fundarstjóri var Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Að málþinginu stóðu fjármála- og efnahagsráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Upptökur frá fundi
Ný stefna um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur
Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra
Hversu vistvænar eru opinberar ríkisstofnanir í rekstri sínum?
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytiinu
Umhverfisstefna sem bítur?
Umhverfisstarf á Landspítala. Birna Helgadóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og samgöngumála hjá LSH.
Efnahagslegur ávinningur af vistvænum útboðum - ræstingaútboð hjá Reykjavíkurborg
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
Árangur af umhverfisstarfi með þátttöku starfsmanna
Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri rekstrarsviðs ÁTVR
Pallborðsumræður