Handbækur og annað ítarefni
Gott er að styðjast við eftirfarandi efni:
Handbók ESB um vistvæn innkaup er skýrt og gott grunnrit um vistvæn innkaup og flest sem þeim við kemur, auk ýmissa góðra dæma. Handbókin hefur verið þýdd á flest öll tungumál Evrópuþjóða. |
|
Bæklingurinn Góð kaup var unnin á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og gefur gott yfirlit yfir vistvæn innkaup og hvað þau fela í sér. | |
Procura+ er evrópskt samstarfsverkefni opinberra aðila um vistvæn opinber innkaup. Á þeirra vegum hefur komið út þessi aðgengilega handbók um vistvæn innkaup. | |
Bæklingurinn Skref fyrir skref frá Umhverfisráðuneytinu og Landvernd hefur að geyma fróðlegar upplýsingar um umhverfismál í daglegu lífi og góðar hugmyndir sem geta nýst vel í vistvænum innkaupum. | |
Nú er búið að þýða samnorrænu skýrsluna sem gefin var út af norrænu ráðherranefndinni. Markmið þessarar skýrslu er að kynna dæmi um norræn umhverfisviðmið á sameiginlegu sniðmáti fyrir átta vöruflokka: 1) Sápa og hársápa, 2) Dýnur, 3) Hótelþjónusta, 4) Lýsing, 5) Heimilistæki, 6) Sáraumbúðir, 7) Skrifstofupappír og umslög, 8) Prentdufthylki. Sjá hér Í skýrslunni er einnig farið stuttlega yfir aðgerðaráætlanir Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar í vistvænum opinberum innkaupum. |