Vinn.is

Plastpokar

Gátlisti fyrir almenn innkaup á plastpokum.

  • Veljið plastpoka sem uppfylla kröfur umhverfismerkisins Blái engillinn. Umhverfismerktir plastpokar eru án ýmissra varasamra efna sem hafa áhrif á heilsu og umhverfi, t.d. PVC, eldhemjandi efnin PBB og PBDE, polyuretan með halógeneruðum samböndum, kadmíum, efni sem flokkuð eru sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi, hafa eituráhrif á æxlun eða eru eitruð og þrávirk, eða sem innihalda ákveðnar hættusetningar:
    • H 370 (R 39/23/24/25/26/27/28) Valda líffæraskemmdum
    • H 371 (R 68/20/21/22) Geta valdið skemmdum á líffærum
    • H 372 (R 48/25/24/23) Valda líffæraskemmdum
    • H 373 (R 48/20/21/22) Geta valdið skemmdum á líffærum
    • H 410 (R 50/53) Sterk, langvarandi eituráhrif á vatnalíf.
  • Veljið plastpoka sem eru án PVC. Plastgerðin PVC (pólivínylklóríð) inniheldur lífræn klórsambönd sem valda mengun við urðun og brennslu. 
  • Endurhugsið notkun á plastpokum - mætti minnka notkun á plastpokum? Mætti t.d. sleppa því að nota plastpoka í söfnunarílátum fyrir pappír? Fyrirtæki hafa sparað mikla fjármuni á að endurhugsa og draga úr plastpokanotkun.
  • Veljið plastpoka úr endurunnu plasti. Því stærra hlutfall endurunnið því betra. Dregið er úr þörf fyrir not á óendurnýjanlegri auðlind, olíu. Athugið að ekki er leyfilegt eða ráðlegt að pokar fyrir matvæli sér úr endurunnu plasti.

Byggt á viðmiðum þýska umhverfismerkisins Blái engillinn, sjá hér

 

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.