Plastpokar
Gátlisti fyrir almenn innkaup á plastpokum.
- Veljið plastpoka sem uppfylla kröfur umhverfismerkisins Blái engillinn. Umhverfismerktir plastpokar eru án ýmissra varasamra efna sem hafa áhrif á heilsu og umhverfi, t.d. PVC, eldhemjandi efnin PBB og PBDE, polyuretan með halógeneruðum samböndum, kadmíum, efni sem flokkuð eru sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi, hafa eituráhrif á æxlun eða eru eitruð og þrávirk, eða sem innihalda ákveðnar hættusetningar:
- H 370 (R 39/23/24/25/26/27/28) Valda líffæraskemmdum
- H 371 (R 68/20/21/22) Geta valdið skemmdum á líffærum
- H 372 (R 48/25/24/23) Valda líffæraskemmdum
- H 373 (R 48/20/21/22) Geta valdið skemmdum á líffærum
- H 410 (R 50/53) Sterk, langvarandi eituráhrif á vatnalíf.
- Veljið plastpoka sem eru án PVC. Plastgerðin PVC (pólivínylklóríð) inniheldur lífræn klórsambönd sem valda mengun við urðun og brennslu.
- Endurhugsið notkun á plastpokum - mætti minnka notkun á plastpokum? Mætti t.d. sleppa því að nota plastpoka í söfnunarílátum fyrir pappír? Fyrirtæki hafa sparað mikla fjármuni á að endurhugsa og draga úr plastpokanotkun.
- Veljið plastpoka úr endurunnu plasti. Því stærra hlutfall endurunnið því betra. Dregið er úr þörf fyrir not á óendurnýjanlegri auðlind, olíu. Athugið að ekki er leyfilegt eða ráðlegt að pokar fyrir matvæli sér úr endurunnu plasti.
Byggt á viðmiðum þýska umhverfismerkisins Blái engillinn, sjá hér.