Vinn.is

Þvottaefni

Gátlisti fyrir almenn innkaup á þvottaefnum.

  • Veljið þvottaefni merkt Blóminu eða Svaninum. Umhverfismerkin Blómið og Svanurinn eru trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum án þess að það komi niður á gæðum eða virkni. 
  • Veljið þvottaefni án tensíðanna LAS, APEO og NPEO. Sniðgangið virku efnin (tensíð) LAS, APEO og NPEO. Sum efnanna eru eitruð vatnalífverum, önnur brotna illa niður eða brotna niður í efni sem grunuð eru um að hafa hormónatruflandi áhrif.
  • Veljið þvottaefni án bindlanna EDTA, NTA og fosfónata. EDTA, NTA og fosfónatar eru bindlar (e. complexing agents), þ.e. efni sem draga úr hörku vatns. EDTA og fosfónatar brotna illa niður í hreinsivirkjum frárennslis og eru skaðleg eða hættuleg vatnalífverum. EDTA og NTA binda þungmálma sem flytjast þannig með frárennslinu út í vatnakerfi.
  • Veljið þvottaefni án litar- og ilmefna. Litar- og ilmefni geta verið skaðleg umhverfinu. Ilmefnin geta haft ertandi áhrif á öndunarvegi og framkallað ofnæmi hjá viðkvæmum einstaklingum. Sniðganga ætti efnin þar sem þau eru ekki nauðsynleg fyrir þvottavirknina.
  • Veljið þvottaefni án ljósvirkra bleikiefna (optical brightener). Ljósvirk bleikiefni eru torleystar sameindir og eitraðar vatnalífverum. Ljósvirk bleikiefni hafa ekki hreinsandi áhrif en láta hvítan þvott líta út fyrir að vera hvítari með því að endurkasta meira af bláu en gulu ljósi. 

 Byggt á dönskum gátlista, sjá hér

 

 

 

 

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.