Að koma á vistvænum innkaupum
Vinna við innleiðingu á vistvænni innkaupastefnu ríkisins hófst í október 2010. Nærri allar stofnanir og ráðuneyti fengu boð á kynningu og vinnustofur um vistvæn innkaup og grænt bókhald. Stofnanir sem ekki hafa komist geta hlustað á og séð hér vinnustofu. Mótuð hafa verið ýmis verkfæri sem nýst geta stofnunum, m.a. við greiningu innkaupa, stefnumótun í innkaupum og grænt bókhald.
- Fyrsta skrefið er að skipuleggja innleiðingu innanhúss, með því að mynda hóp og afla upplýsinga.
- Næsta skref er innkaupagreining sem gefur góða yfirsýn yfir stöðu innkaupanna. Hún nýtist m.a. við stefnumótun, gerð innkaupareglna og í aðgerðaráætlun.
- Þriðja skref er að fræða innkaupafólk, setja innkaupareglur og markmið.
- Fjórða skrefið er að innleiða vistvæn innkaup stig af stigi. Vinna þarf á ýmsum sviðum innan starfseminnar, m.a. með fræðslu og upplýsingar til starfsmanna, sameiginlega sýn, skýrt innkaupaferli, virk samskipti við birgja og góða eftirfylgni.
- Stofnanir geta einnig stigið Græn skref í ríkisrekstri - einfaldar aðgerðir sem koma umhverfi og pyngju til góða.
- Bréf til birgja er hugsað sem verkfæri stofnanna til að eiga virk samskipti við birgja.
- Grænt bókhald er verkfæri sem sýnir magn og eðli innkaupa á margvíslegri vöru og þjónustu og getur þannig nýst stofnunum við vistvæn innkaup.
- Aðgerðalisti er gagnlegur til að tryggja að hugað hafi verið að öllum þáttum innleiðingar á vistvænum innkaupum.