Vinn.is

Bréf til birgja

Mikilvægur liður í því að innleiða vistvæn innkaup er að fá birgja til liðs við sig. Hér er sniðmát að bréfi til birgja sem innkaupafólk getur sent birgjum eða þjónustuaðilum til að biðja um upplýsingar sem nýtast við val á vistvænum vörum eða þjónustu
 
Óskað er eftir neðangreindum upplýsingum:

1.  Lista yfir þær umhverfisvottuðu eða vistvænu vörur og þjónustu sem birgjar hafa að bjóða. Þar komi skýrt fram hvaða umhverfisvottun um ræðir eða hvers vegna viðkomandi vara eða þjónusta getur talist vistvæn.

2.  Að birgjar sendi framvegis upplýsingar um nýjar umhverfisvottaðar eða vistvænar vörur og þjónustu sem þeir hafa að bjóða.

3. Að birgjar séu tilbúnir að senda reglulega yfirlit yfir magn og kostnað vegna keyptrar vöru og þjónustu á tilteknu tímabili.

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.