Vinn.is

Hver er þörfin?

5 atriði til að hafa í huga áður en keypt er inn:

  • Hvað þurfum við í raun? Okkur hættir til að kaupa vörur sem við þurfum í raun ekki á að halda. Þannig fækkaði íslenskt ræstingafyrirtæki ræstiefnum úr tólf í fjögur án þess að slá af gæðakröfum. Einfaldleikinn er oft bestur og getur sparað bæði tíma og peninga.
  • Þurfum við örugglega að kaupa nýtt? Með því að nota vöru sem lengst má auka virði þess sem keypt er. Oft er hægt að lagfæra/uppfæra það sem fyrir er. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Pori í Finnlandi, sem kom á fót vefsíðu þar sem starfsmenn buðu öðrum skrifstofubúnað sem þeir voru hættir að nota. 
  • Hve lengi á varan að endast? Það getur verið bæði umhverfisvænt og hagkvæmt að kaupa endingargóðar vörur sem auðvelt og ódýrt er að reka, viðhalda eða lagfæra. Við þekkjum öll mýmörg dæmi um slíkt úr eigin heimilishaldi!
  • Getum við farið betur með það sem til er? Oft má nýta betur og lengja líftíma tækja með réttri notkun. Til dæmis má á einfaldan hátt stilla prentskipanir þannig að prentað sé báðu megin og tvær síður á hverja hlið. Með því sparast umtalsvert í innkaupum á prentdufti og pappír. Einnig er hægt að velja orkusparandi stillingar sem minnka notkun á rafmagni.
  • Er hægt að velja allt aðra lausn? Oft getur verið hagstæðara að kaupa þjónustu en vöru. Ýmsa hluti, s.s. bíla og tæki, er hægt að leigja og gera má þjónustusamninga s.s. varðandi prentun, þrif og leigubíla. Þannig má minnka útgjöld með óþarfa fjárfestingum og um leið velja umhverfisvænni leið. Innkaup á þjónustu í stað vöru hefur oft skilað umtalsverðum hagnaði.

Þegar þörfin fyrir innkaup liggur ljós fyrir er komið að því að spyrja seljendur og velja síðan besta kostinn.

Notum hugmyndaflugið við innkaup og verum óhrædd að breyta til. Látum ekki vanann stjórna innkaupunum!

Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Hver er þörfin?

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.