Hreinlætispappír
Gátlisti fyrir almenn innkaup á hreinlætispappír
- Veljið umhverfisvottaðan pappír. Ef valinn er pappír sem vottaður er af til dæmis norræna umhverfismerkinu Svaninum eða evrópska umhverfismerkinu Blóminu þá hafa neðangreind atriði þegar verið uppfyllt.
- Veljið endurunninn pappír. Því stærri hlutfall af pappírnum sem er endurunninn því betra. Mun minna af orku þarf til að framleiða hreinlætispappír úr endurunnum pappírsmassa en úr nýjum trefjum.
- Veljið pappír sem ekki er bleiktur með klór. Klórbleiking skapar mengunarvandamál í nærumhverfi framleiðslunnar. Ef upplýsingar um bleikingaraðferð er ekki að finna á umbúðum ættu seljendur að geta veitt upplýsingar um hvort pappír sé klórbleiktur.
- Veljið pappír sem er ekki pakkaður í PVC-plast. Plastgerðin PVC (pólivínylklóríð) inniheldur lífræn klórsambönd sem valda mengun við urðun og brennslu. Seljendur geta upplýst ykkur um plastgerð komi það ekki fram á umbúðunum.