Vinn.is

Grænt bókhald

Sjá hér endurbætta útgáfu Græns bókhalds 20. febrúar 2018 útg.3

Grænt bókhald er skilgreint sem efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Með markvissri færslu græns bókhalds geta stofnanir gert sér grein fyrir keyptu magni og eðli innkaupa á vöru eða orku og þannig sett sér mælanleg markmið um hagræðingu eða að draga úr notkun.

Niðurstöður ársins 2017

Niðurstöður ársins 2016

Niðurstöður ársins 2015

Niðurstöður ársins 2014

Niðurstöður ársins 2013

Niðurstöður ársins 2012

Niðurstöður ársins 2011

Niðurstöður fyrir hverja stofnun fyrir sig, eftir árum.

Grænt bókhald nýtist á margan hátt:

  • Safnað er upplýsingum um þá þætti sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum. 
  • Samantekt um grænt bókhald nýtist til að koma stefnu í umhverfismálum á framfæri.
  • Tölur úr grænu bókhaldi draga fram það sem betur mætti fara við reksturinn. 
  • Skýrsla um grænt bókhald veitir upplýsingar til almennings um fyrirtækið. 
  • Upplýsingar um grænt bókhald geta stuðlað að betri ímynd í samfélaginu.

Með 2. útgáfu af græna bókhaldinu fylgja tvö stutt myndbönd sem eru annars vegar kynning á skjalinu og hins vegar er sýnt hvernig á að slá inn upplýsingar.

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.