Tölvu- og skrifstofubúnaður
Gátlisti fyrir almenn innkaup á tölvu- og skrifstofubúnaði
- Veljið tölvu- og skrifstofubúnað sem er umhverfismerktur ef mögulegt er. Hægt er að fá umhverfismerktar tölvur og skjái, t.d. merktar með TCO (t.d. TCO '03 eða TCO '06) eða með Svansmerkinu. Þessar umhverfisvottanir gera kröfur m.a. um orkunotkun, hávaða og innihald þungmálma.
- Veljið tölvu- og skrifstofubúnað sem hafa góða orkunýtingu. Veljið búnað sem er með viðurkennt orkusparnaðarmerki s.s. Energy Star.
- Veljið tölvu sem auðvelt er að uppfæra og hefur fjölbreytta tengimöguleika. Uppfærslur geta lengt líftíma tölvunnar, t.a.m. ef hægt er að bæta við vinnsluminni, skipta um harðan disk, geisladrif o.s.frv. Tengimöguleikar, t.d. með USB, gera mögulegt að tengja við utanáliggjandi búnað, s.s. harða diska, dvd drif eða annað, í stað þess að kaupa strax nýja tölvu.
- Biðjið birgja um að halda magni umbúða í lágmarki og að hann taki við umbúðunum aftur og komi þeim til endurvinnslu.