Sængurföt
Gátlisti fyrir almenn innkaup á sængurfötum.
- Veljið sængurföt sem merkt eru Blóminu eða Svaninum. Umhverfismerkin Blómið og Svanurinn eru trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum án þess að það komi niður á gæðum eða virkni. Kröfur umhverfismerkjanna eru svipaðar en Svanurinn gerir auk þess kröfur um lífrænt ræktaða bómull og að tekið sé mið af samfélagslegum þáttum.
- Veljið sængurföt sem eru litheldin við þvott. Sængurföt er mikið þvegin. Því er mikilvægt að vefnaðurinn og litun séu þvottekta miðað við viðeigandi staðla (að lágmarki 4 stig).
- Veljið sængurföt sem eru án þungmálma. Við litun, einkum blárra og grænna lita, hafa þungmálmar mikið verið notaðir (s.s. kopar, króm, kadmíum og nikkel). Í dag er hins vegar mögulegt að lita vefnað án þungmálma.
- Veljið sængurföt sem eru bleikt án klórefna. Klórbleiking skapar hættu á myndun og losun á AOX (e. adsorbable organic halogen). Mörg AOX efni eru eitruð. Flest leysast upp í fitu og safnast fyrir í fituvef og sum eru krabbameinsvaldandi.
Byggt á dönskum gátlista, sjá hér.