Eldavélar
Gátlisti fyrir almenn innkaup á eldavélum.
- Veljið eldavélar með orkusparandi hellur. Þannig nýtist best varmi hellunnar til þess að hita pottinn eða pönnuna.
- Veljið orkunýtna innbyggða ofna. Veljið ef kostur er orkumerkið A en ef það er ekki hægt, þá B. Ekki kaupa úr síðri flokkum Orkumerkis ESB. Sjá nánar um Orkumerki ESB hér.
- Veljið seljanda sem tekur við notuðum eldavélum eða ofnum til endurvinnslu. Framleiðendur bera ábyrgð á að raftækjum sé skilað inn til endurvinnslu. Tryggið að svo sé.
- Veljið eldavél þar sem leiðbeiningar fylgja um orkusparandi notkun. Óskið eftir leiðbeiningum frá framleiðanda um orkusparnað eldavélar. Ef ekki er völ á leiðbeiningum frá framleiðanda má ef til vill nálgast leiðbeiningar um orkusparandi notkun hjá raforkusalanum, t.d. OR.
Byggt á dönskum gátlista, sjá hér.