Handsápa og hársápa
Gátlisti fyrir almenn innkaup á handsápu og hársápu.
- Veljið handsápu eða hársápu sem merkt er Svaninum eða sænska umhverfismerkinu Bra Miljöval. Svanurinn er trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum, án þess að það komi niður á gæðum eða virkni vörunnar. Til er nokkurt úrval af umhverfismerktri sápu á íslenskum markaði.
- Veljið handsápu eða hársápu án litar- og ilmefna. Litar- og ilmefni geta haft skaðleg áhrif á umhverfið. Ilmefni geta einnig ert öndunarveg og framkallað ofnæmi hjá viðkvæmum einstaklingum. Efnin eru ekki nauðsynleg fyrir virkni sápunnar og ætti því að sniðganga.
- Veljið vörur sem auðvelt er að skammta hæfilega. Froðusápu er auðvelt að skammta hæfilega og er því góð leið til að draga úr notkun.
Byggt á dönskum gátlista, sjá hér.