Vinn.is

Reynsla seljenda

Hver er reynsla seljenda? Eru auknar kröfur á markaði? Eru tækifæri varðandi umhverfismál? Eru vistvænar vörur aðgengilegar? Til að kanna málið var leitað til þriggja seljenda og spurt eftirfarandi spurninga:

 1. Verðið þið vör við auknar kröfur varðandi umhverfismál á ykkar markaði?
 2. Leynast tækifæri í auknum kröfum varðandi umhverfismál?
 3. Teljið þið auðvelt eða óaðgengilegt að útvega vistvæna vörur og/eða þjónustu?
 1. Kröfurnar hafa aukist og vitneskjan meiri, þar með kemur oft meiri þrýstingur. Einnig þau fyrirtæki sem eru orðin vottuð og þurfa að gefa það upp í sínum árskýrslum að þau hafi keypt vistvæna þjónustu eða hráefni.
 2. Tækifærin eru einna helst markaðslega og auðvitað eru tækifærin ljós þegar vottunarkerfið hefur verið keyrt í nokkur ár!
 3. Mín reynsla er sú að gott er að fá vottaða vöru og sölumenn/birgjar bjóða ekki annað en vistvænt efni og vita að það er seljanlegra!
Ólafur Stolzenwald, desember 2011
Rekstrarvörur:
 1. Já. Það hefur verið nokkuð stöðug og jöfn aukning í eftirspurn eftir vistvænum og umhverisvottuðum vörum … það gerist ekki í stórum stökkum. Í sjálfu sér kemur það sér vel fyrir okkur, því það auðveldar okkur að byggja upp rétt vöruúrval og vörur í samræmi við kröfur viðskiptavina um vistvænar og umhverfisvottaðar vörur. Þess má líka geta að opinber útboð gera í auknum mæli ráð fyrir að umhverfisvottaðar vörur séu boðnar og í sumum tilfellum er það bein krafa. Einnig höfum við séð auknar kröfur í opinberum útboðum varaðandi umhverfisstefnu birgja.
 2. Það er engin spurning um að viðskiptatækifæri leynast í auknum kröfum, hjá þeim birgjum sem huga vel að sínum umhverfismálum, með því að auka úrval á vistvænum og umhverfisvottuðum vörum og hafa einnig virka umhverfisstefnu fyrir sitt fyrirtæki.
 3. Framboð á vistvænum og umhverfisvottuðum vörum og þjónustu hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum arum og með það í huga er svarið að það er orðið mun auðveldara en áður að útvega vistvænar vörur og þjónustu.
Kristbjörn Jónsson, janúar 2012
Hreint:
 1. Ég get varla sagt að við verðum vör við auknar kröfur til okkar í tengslum við kröfur til vistvænni innkaupa. Við höfum fengið tvö fyrirtæki í viðskipti á s.l. 12-16 mánuðum sem segja að Svanurinn hafi skipt sköpum sem er virkilega ánægjulegt en ekki er hægt að segja t.d. að innkaup okkar viðskiptavina á hreinlætisvöru frá okkur stjórnist af því hvort varan sé vistvæn eða ekki. Ég myndi frekar segja að þeir gera engar athugasemdir við framboð okkar og kaupa vöruna en lítið er um óskir um afbrigði frá því úrvali. Opinber fyrirtæki og sveitarfélög eru engin undantekning og við höfum nokkur nýleg dæmi (þrjú dæmi frá í okt og nóv) um að opinberir aðilar láta kröfur til umhverfismála ekki stýra innkaupunum.
 2. Hins vegar erum við ekki í nokkrum vafa um að það eru veruleg tækifæri í auknum kröfum til umhverfismála sem okkur ber að nýta okkur. Almennt sagt tel ég að kröfur til umhverfismála eru nú meira á borðinu, meira í umræðunni og meira í umfjöllun fólks og fjölmiðla. Hvenær það mun leiða okkur inn á þessa braut er vonandi bara spurning um tíma.
 3. Ég held að þetta sé meira spurning um áhuga. Það er framboð á svona vörum í mörgum vöruflokkum og sama gildir um þjónustu í a.m.k. nokkrum atvinnugreinum þannig að þá sem langar, geta náð í þetta nokkuð víða. Um leið er ljóst að töluvert er í land og mörg ljón eru á veginum. Í þessum viðskiptum, eins og svo mörgum öðrum, held ég að peningar séu stóra hvatningin í málinu þannig að ef menn geta styrkt hjá sér fyrirtækið (til meiri viðskipta) og/eða sparað, þá felist mikil hvatning í því fyrir fólk og fyrirtæki.
Ari Þórðarson, desember 2011
Þú ert hér: Forsíða Seljendur Reynsla seljenda

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.