Vinn.is

Gluggatjöld

Gátlisti fyrir almenn innkaup á gluggatjöldum.

Sjá danskar leiðbeiningar hér.

  • Veljið gluggatjöld sem merkt eru Blóminu. Blómmerkt gluggatjöld eru trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum án þess að það komi niður á gæðum eða virkni. Kannið hvort að slík vara stendur til boða.
  • Veljið gluggatjöld sem eru litheld við lýsingu (að lágmarki stig 5). Gluggatjöldin skulu vera litheldinn gagnvart sólarljósi, mælt samkvæmt viðeigandi stöðlum.
  • Eigi gluggatjöld að vera eldhemjandi, veljið þá varanlega eiginleika. Ef gluggatjöld þurfa að vera gædd eldhemjandi eiginleikum, ætti að velja þau sem innihalda trefjar með varanlegum eldhemjandi eiginleikum. Trefjarnar skulu annað hvort vera eldhemjandi eða innihalda svokallaðar MAC-trefjar sem eru eldhemjandi. Eldhemjandi efni skulu ekki vera halógensambönd (einkum klór og bróm).
  • Veljið gluggatjöld sem eru bleikt án klórsambanda. Klórbleiking skapar hættu á myndun og losun á AOX (e. adsorbable organic halogen). Mörg AOX efni eru eitruð. Flest leysast upp í fitu og safnast fyrir í fituvef og sum eru krabbameinsvaldandi. 

 

 

 

 
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Smærri innkaup Gluggatjöld

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.