Skrifstofupappír
Gátlisti fyrir almenn innkaup á skrifstofupappír
- Veljið pappír sem er umhverfismerktur. t.d. með Svansmerkinu, Blóminu eða Bláa Englinum. Viðurkennt umhverfismerki er trygging fyrir því að viðkomandi vara er uppfyllir strangar umhverfiskröfur og að umhverfisáhrif vörunnar hafi markvisst verið lágmörkuð á öllum stigum lífsferils hennar, án þess að það sé á kostnað virkni eða gæða vörunnar.
- Leitið leiða til að draga úr innkaupum á pappír. Nokkur ráð um þetta er að finna hér að neðan.
- Veljið pappír sem hæfir notkun. Þannig er stuðlað að því að ekki sé notaður þykkari eða meira meðhöndlaður pappír en þörf er á. Þó getur borgað sig að nota þykkari pappír af meiri gæðum til að hámarka endingu þess sem verið er að prenta, þegar það á við.
- Forðist að kaupa litaðan pappír. Litaður pappír hefur í för með sér meiri umhverfisáhrif en hvítur pappír því hann krefst aukinnar efnanotkunar við framleiðslu og endurvinnslu.