Útboð
Í útboðum skal fella umhverfisskilyrði VINN inn í útboðsgögn. Hægt er að nota þau í heilu lagi eða að hluta.
Umhverfisskilyrði VINN:
- Byggingaframkvæmdir
Grunnviðmið Hæfi bjóðenda, útilokun ákveðinna verktaka, reynsla af vistvænni hönnun, tæknileg geta verktaka til að stýra umhverfisþáttum, orkunotkun, þjálfun í orkustjórnun, nýjungar varðandi orkunýtni, staðbundin endurnýjanleg orka, byggingarefni, útilokun ákveðinna efna, viður frá löglegu skógarhöggi, rokgjörn lífræn efnasambönd, byggingarvörur sem uppfylla umhverfisstaðla, byggingarefni úr endurnýjanlegum hráefnum, viður frá sjálfbærum skógum, hreinsun stáls, R-gildi einangrunarefna, vatnsnotkun, vatnssparandi lausnir, notkun á regnvatni og grávatni, verkframkvæmd, loftþéttleikapróf, skráning í rekstri, flutningur og endurvinnsla efna, úrgangsstjórnun, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við hönnun. (Word) // Ítarviðmið Hæfi bjóðenda, útilokun ákveðinna verktaka, reynsla af vistvænni hönnun, tæknileg geta verktaka til að stýra umhverfisþáttum, orkunotkun, þjálfun í orkustjórnun, nýjungar varðandi orkunýtni, staðbundin endurnýjanleg orka, byggingarefni, útilokun ákveðinna efna, viður frá löglegu skógarhöggi, rokgjörn lífræn efnasambönd, byggingarvörur sem uppfylla umhverfisstaðla, byggingarefni úr endurnýjanlegum hráefnum, viður frá sjálfbærum skógum, hreinsun stáls, R-gildi einangrunarefna, vatnsnotkun, vatnssparandi lausnir, notkun á regnvatni og grávatni, verkframkvæmd, loftþéttleikapróf, skráning í rekstri, flutningur og endurvinnsla efna, úrgangsstjórnun, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við hönnun. (Word) - Garðyrkjuvörur og -þjónusta Garðplöntur, jarðvegsbætir (innihaldsefni, hættuleg efni, aðskotaefni, köfnunarefni, virkni og áhrif á heilsu), vökvunarkerfi og -aðferðir, garðyrkjuvélar (eldsneyti, hávaði, vélahlutar, útblástur), smurolíur véla, garðyrkjuþjónusta, skipulagt umhverfisstarf garðyrkjuþjónustunnar, smurolíur, úrgangur, árlegar skýrslur, ágengar plöntur og dýr, pláguvarnir, þjónustubifreiðar (ákvæði um framkvæmd samnings), þjálfun starfsfólks (ákvæði um framkvæmd samnings). (Word)
- Heimilistæki Kæli- og frystiskápar, þvottavélar, þurrkarar, þurrkskápar, uppþvottavélar, eldavélar, hæfi bjóðenda, orkunýti og orkuflokkur, hljóðstyrkur, sýkladrepandi efni, vatnsnotkun, líftímakostnaður, rakaskynjari. (Word)
- Hótelþjónusta Umhverfismerki, ljósanotkun, sápuskömmtun, flokkun úrgangs, orkunýtni (Word)
- Húsgögn Timbur, málmar, plast, bólsturefni, áklæði, lím og límefni, umbúðir, ending, notagildi og vinnuvistfræði (Word)
- Lýsing Ljósaperur, ljósnýtni, líftími, kvikasilfursinnihald, umbúðir, lýsingarhönnun, hæfi bjóðenda, lýsingarkerfi, leiðbeiningar og stillingar, úrgangur, virkni búnaðar. (Word)
- Matvara og veisluþjónusta Lífrænar matvörur, umbúðir án PVC, umhverfisvæn framleiðsla, sjálfbærar fiskveiðar, veitingaþjónusta, árstíðabundnar matvörur, meðhöndlun úrgangs, hreinlætispappír, tækjabúnaður, ræstivörur, flutningar, þjálfun starfsfólks, skipulagt umhverfisstarf. (Word)
- Prentdufthylki Umhverfismerki, efni skaðleg umhverfinu, heilsuspillandi efni, þungmálmar, efnaleifar arómatískra efna, umbúðir, prenthylki. (Word)
- Prentþjónusta Umhverfismerki, hráefni í pappír, efnanotkun og hráefni, efni skaðleg umhverfinu, heilsuspillandi efni, sérlega hættuleg efni, þungmálmar, efnaleifar arómatískra efna, efni sem safnast upp í lífverum, umbúðir. (Word)
- PappírsvörurHreinlætispappír, prent- og ljósritunarpappír, uppruni viðarins, losun mengandi efna í vatn og andrúmsloft, klórfrír pappír, losun gróðurhúsalofttegunda, verklag sem tryggir uppruna nýrra trefja (hæfi bjóðenda), ráðstafanir til að koma í veg fyrir umdeildan uppruna (nýrra trefja). (Word)
- Ræstivörur og þjónusta Umhverfismerki, efnakröfur, alhliða hreinsiefni, salernishreinsiefni, gluggaþvottaefni, uppþvottalögur, þvottaefni og blettahreinsar fyrir þvottavélar, þvottaefni og skolefni fyrir uppþvottavélar, ræstiþjónusta, umhverfisstjórnun (hæfi bjóðenda), skýrsluskil (ákvæði um framkvæmd samnings), vinnulýsingar, vistvænar ræstiaðferðir. (Word)
- Samgöngur Visthæfar bifreiðar (kaup eða leiga), losun koltvísýrings, útblástur, gírskiptivísir, vöktun á þrýstingi í hjólbörðum, lofttegundir í loftkælingu, smurolíur, hjólbarðar – hávaði og snúningsmótstaða, notkun annarra eldsneytisgjafa, hávaði, lægri koltvísýringslosun, byggingarefni bifreiðar, ræsi- og stöðvunarbúnaður, förgun smurolíu og hjólbarða, almenningsvagnar (kaup eða leiga), visthæf almenningsvagnaþjónusta, visthæfir sorpbílar (kaup eða leiga), visthæf sorphirða, þjálfun ökumanna, bílaþvottur, upplýsingar um eldsneytisnotkun. (Word)
- Sápa og hársápa Umhverfismerki, takmörkun ákveðinna innihaldsefna, umbúðir án PVC, þyngdarhlutfall umbúða, umbúðir og skömmtun, ákvæði um framkvæmd samnings (Word)
- Sáraumbúðir Svampar og grisjuþófar úr ofnum eða óofnum grisjum, sýklalyf, örverueyðandi íblöndunarefni, silfur, ofnæmisvaldandi íblöndunarefni, lanólín, rósín (colophony), umbúðir án PVC og sellulósa, meðhöndlun úrgangs, formaldehýð í sáraumbúðum úr textílefni, ógegndræpar, rakadrægar sáraumbúðir, festihlutir, pípulaga grisjur, límbönd, seymi-límbönd, límefni, sáraumbúðir, límfilmur, pólýúretan filmur, sáraumbúðir með örverueyðandi íblöndunarefnum sem notuð eru við mjög alvarlegum brunasárum. (Word)
- Símar Farsímar, hleðslutæki með farsíma, þráðlausir símar, eldtefjandi efni, þalöt, antimontríoxíð, bisfenól A, beryllíum, endurunnið plastefni, skipulagt umhverfisstarf bjóðanda (hæfi bjóðanda), raf- og rafeindatækjaúrgangur (hæfi bjóðenda), orkunotkun þegar ekki er verið að hlaða (e. no-load), orkunotkun. (Word)
- Tæki fyrir hljóð og mynd Sjónvörp, skjávarpar, orkuflokkur, kvikasilfur í ljósgjafa, sjálfvirk birtustilling, nándarskynjari, hæfi bjóðenda, orkusparandi stilling (eco mode), sjálfvirkur slökkvari, orkunoktun þegar kveikt er á skjávörpum, hávaði (Word: Skilyrði, viðhengi um orkunotkun, viðhengi um hávaða)
- Upplýsingatæknibúnaður Borðtölvur, innbyggðar borðtölvur, þunnildi, orkunotkun, fartölvur, baklýsingarbúnaður, hljóðaflsstig í far- og borðtölvum, umhverfisvæn notkun, umbúðir, orkustjórnun vélbúnaðar, varahlutir tiltækir, hættuleg efni í plasti, endurunnið innihald og endurvinnanleiki, tölvuskjár (ef fylgir tölvu), lyklaborð (ef fylgir tölvu), ytri aflgjafi (ef fylgir tölvu), fistölva (spjaldtölvur meðtaldar), stakstæðar myndvinnslueiningar (e. discrete graphics processing unit) (ef fylgir tölvu). (Word)
- Vefnaðarvörur Vefnaðarvörur, varnarefni, litarefni, arylamines, eldtefjandi efni, pentachlorophenol og tetrachlorophenol, þalöt mýkingarefni, formaldehýð, þungmálmar, litheldni og stærð, lífrænt ræktuð bómull og aðrar náttúrulegar eða endurunnar trefjar (matsskilyrði). (Word)
Góður undirbúningur er mikilvægur. Greinið þörfina í samstarfi við notendur og skilgreinið hvað á að bjóða út. Einfaldasta leiðin í útboðum með vistvænum áherslum er að umhverfissjónarmiðin komi fram í heiti vörunnar sem bjóða á út, t.d. metanbifreið.
Nánar um undirbúning
Vandið til verka. Umhverfisskilyrði í útboðum þurfa að byggja á faglegri þekkingu á umhverfismálum og á innkaupalöggjöf auk þess að vera raunhæf. Í útboðum er hægt að setja fram umhverfisskilyrði með ýmsum hætti, sem lágmarksskilyrði, matsskilyrði eða sem samningsskilyrði.
Nánar um umhverfisskilyrði
Eftirfylgni í mati á tilboðum. Mikilvægt er að meta innkomin gögn á faglegan hátt og út frá þeim skilyrðum sem sett voru í útboðsgögnunum. Slík vinnubrögð eru forsenda þess að traust skapist í útboðum opinberra aðila.
Nánar um mat á tilboðum