Vinn.is

Umhverfismerki og -vottun

Viðurkennt umhverfismerki er trygging kaupenda fyrir því að varan eða þjónustan skaði umhverfið minna en aðrar sambærilegar vörur eða þjónusta. Umhverfismerkt vara eða þjónusta uppfyllir tiltekin umhverfisskilyrði sem oftast ná til alls lífsferils vörunnar s.s. hráefnisvals, hönnunar, framleiðslu, flutninga, notkunar og förgunar. Áreiðanlegt umhverfismerki byggir á úttekt óháðs aðila.
 
Dæmi um áreiðanleg umhverfismerki eru norræna umhverfismerkið Svanurinn, umhverfismerki Evrópubandalagsins Blómið, sænska merkið Bra miljöval, merking Túns sem vottar lífræna ræktun og þýska umhverfismerkið Blái engillinn. Nánari upplýsingar um umhverfismerki má finna á vef Umhverfisstofnunar.
  
Fyrirtæki með vottað umhverfisstjórnunarkerfi uppfyllir kröfur um markvissa stjórnun umhverfisþátta í starfseminni og stöðugar umbætur í umhverfismálum í samræmi við umhverfisstefnu sína. Umhverfisstjórnunarkerfi sem byggt er upp samkvæmt ákveðnum stöðlum getur fengið vottun óháðs aðila. Dæmi um slíkan staðal er ISO 14001. 
 
Umhverfisvottun er vottun óháðs aðila um að kröfur áreiðanlegra umhverfismerkja eða umhverfisstjórnunarkerfa séu uppfylltar.
Þú ert hér: Forsíða Seljendur Umhverfismerki og - vottun

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.