Innkaupagreining
Með einfaldri innkaupagreiningu má fá gagnlegar upplýsingar og yfirlit um stöðu innkaupa. Niðurstöður nýtast vel í forgangsröðun og sem grunnur að markmiðasetningu um t.d. fækkun birgja, fjölgun samninga, fækkun reikninga og pantana.
Eftirfarandi spurningar aðstoða við einfalda innkaupagreiningu og gefa upplýsingar um m.a. umfang og tíðni innkaupa, fjölda birgja og virkni samninga.
Umfang
- Hver eru heildarinnkaupin?
- Hvað eru reikningar margir (tíðni innkaupa)?
- Hvað eru birgjarnir margir?
- Hverjir eru 5-10 stærstu birgjarnir?
- Hvaða vörur og þjónusta eru keyptar? Hvert er innkaupamagnið (innkaupafjárhæðir) fyrir hvern vöruflokk?
- Hve margir birgjar eru með 75% af innkaupamagninu?
- Hve margir birgjar bjóða upp á umhverfismerktar vörur eða umhverfisvottaða þjónustu?
- Hve margir birgjar eru með samninga?
- Hve stór hluti innkaupa eru innan samninga?
- Hve stór hluti samninga við birgja fela í sér umhverfisskilyrði?
- Hvaða vörur og/eða þjónusta eru notuð af flestum deildum/sviðum?
- Hvaða deildir/svið kaupa af mestum fjölda birgja? Hvaða deildir kaupa flestar tegundir af vörum og þjónustu?
- Hvaða deildir/svið nýta samninga oftast, mælt sem hlutfall af heildarinnkaupum?