Vinn.is

Innkaupagreining

Með einfaldri innkaupagreiningu má fá gagnlegar upplýsingar og yfirlit um stöðu innkaupa. Niðurstöður nýtast vel í forgangsröðun og sem grunnur að markmiðasetningu um t.d. fækkun birgja, fjölgun samninga, fækkun reikninga og pantana. 

Eftirfarandi spurningar aðstoða við einfalda innkaupagreiningu og gefa upplýsingar um m.a. umfang og tíðni innkaupa, fjölda birgja og virkni samninga.

Umfang

  • Hver eru heildarinnkaupin?
  • Hvað eru reikningar margir (tíðni innkaupa)?
  • Hvað eru birgjarnir margir?
  • Hverjir eru 5-10 stærstu birgjarnir?
  • Hvaða vörur og þjónusta eru keyptar? Hvert er innkaupamagnið (innkaupafjárhæðir) fyrir hvern vöruflokk?
  • Hve margir birgjar eru með 75% af innkaupamagninu?
  • Hve margir birgjar bjóða upp á umhverfismerktar vörur eða umhverfisvottaða þjónustu?
Samningar
  • Hve margir birgjar eru með samninga?
  • Hve stór hluti innkaupa eru innan samninga?
  • Hve stór hluti samninga við birgja fela í sér umhverfisskilyrði?
Þátttaka 
  • Hvaða vörur og/eða þjónusta eru notuð af flestum deildum/sviðum?
  • Hvaða deildir/svið kaupa af mestum fjölda birgja? Hvaða deildir kaupa flestar tegundir af vörum og þjónustu?
  • Hvaða deildir/svið nýta samninga oftast, mælt sem hlutfall af heildarinnkaupum?

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.