Vinn.is

Ræstiþjónusta

Gátlisti fyrir almenn innkaup á ræstiþjónustu.

  • Veljið ræstiþjónustu þar sem starfsfólk hefur hlotið þjálfun í notkun ræstiefna og -aðferða. Mikilvægt er fyrir umhverfið og vinnuumhverfi að starfsfólk noti ræstiefni á réttan hátt og að vinnuaðstæður séu sem bestar. Verkkaupi ræstingar skal lýsa ræstiaðferðum sem nauðsynlegar eru fyrir verkið.
  • Sniðgangið þrýstiþvott og aðrar úðunarhreinsiaðferðir. Vökvaúðun veldur mistri sem helst svífandi lengi. Ræstiefni sem komast í snertingu við öndunarvegi geta haft ertandi áhrif, geta jafnvel haft samskonar áhrif og bruni og valdið þannig lungnaskaða. Þetta á bæði við um basísk og súr efni.
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Smærri innkaup Ræstiþjónusta

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.