Rammasamningar með umhverfisskilyrðum
Í ársbyrjun 2011 voru fyrstu umhverfisskilyrðin notuð í heild sinni í rammasamningasútboði hjá Ríkiskaupum, í rammasamningi Ríkiskaupa um hreinlætisefni og -pappír. Í framhaldi af þeirri vinnu og sem liður í innleiðingu á vistvænni innkaupastefnu ríkisins munu öll ný rammasamningsútboð innihalda umhverfisskilyrði, að hluta eða í heild sinni. Hér er að finna fyrirhuguð rammasamningsútboð Ríkiskaupa á árinu 2018. Til eru umhverfisskilyrði fyrir átján vöru- eða þjónustuflokka.
Sökum þess hve líftími rammasamninga er mismunandi eða frá einu ári upp í fjögur ár þá mun taka tíma að koma þessum umhverfisskilyrðum inn í alla viðeigandi samninga.
Örútboð innan rammasamninga eru ein leið sem kaupendur geta farið til að setja fram kröfur um vistvæna vöru eða þjónustu ef slík skilyrði eru ekki þegar í rammasamningi og það má gera þegar þörfin fyrir kaup er skilgreind, sjá leiðbeiningar um örútboð á vef Ríkiskaupa.
Rammasamningar þar sem grunnviðmið umhverfisskilyrða VINN.is ná til alls vöruúrvals:
- Ljósritunarpappír
- Hreinlætisefni og pappír
- Húsgögn
- Bifreiðakaup ríkisins
- Raftæki
- Tölvubúnaður
- Prentun (einungis Svansvottaðar prentsmiðjur í samningi)
Rammasamningar þar sem grunnviðmið umhverfisskilyrða VINN.is ná til hluta vöruúrvals:
- Skrifstofuvörur
- Kjöt og fiskur
- Almenn matvara
- Starfsmannafatnaður
- Vöruflutningar innanlands
- Prentlausnir
- Bílaleiga
- Leigubílaþjónusta
- Plastvörur
- Ljósaperur og lýsingabúnaður
- Úrgangsþjónusta
Auk þessu rammasamningar sem í eðli sínu er allt annað en umhverfisvænir þar sem engu að síður er boðið upp á vistvænni valkosti eins og í rammasamningi um eldsneyti.
Allar nánari upplýsingar um umhverfisskilyrði og gæðakröfur í rammasamningum eru að finna á rammavef Ríkiskaupa