Vinn.is

Undirbúningur útboðs

Góður undirbúningur útboðs er lykillinn að góðum árangri. Mikilvægt skref er að greina þarfirnar vel í samstarfi við notendur og skilgreina síðan hvað á að bjóða út. Einnig getur verið árangursríkt að samræma innkaup, þ.e. að bjóða út í samstarfi við aðra með svipaðar þarfir. Einföld markaðskönnun er einnig góður undirbúningur svo hægt sé að setja fram raunhæf og góð skilyrði í útboðsgögnum.

Hvað á að bjóða út?

Reglur um útboð taka ekki til þess hvað skuli kaupa, þ.e. skilgreiningu á vöru, heldur hvernig framkvæma skuli útboðið. En það er einmitt í undirbúningsskrefinu, skilgreiningu á vöru, sem oft er hægt að ná mestri hagræðingu í útboðum - og hvetja um leið til nýsköpunar á markaðnum.

Stundum getur verið betra að bjóða út þjónustu en vöru. Sem dæmi getur verið hagkvæmara að leigja hluti í stað þess að kaupa þá. Þá verður betri nýting á vörunum og er þannig umhverfisvænna þegar á heildina er litið. Önnur leið er að gera þjónustusamninga s.s. varðandi prentun, ljósritun og ræstingar. Þá getur komið í ljós við þarfagreiningu að hægt er að uppfylla þörfina á mun einfaldari hátt s.s. með endurnýtingu eða breyttu vinnulagi.

Einfaldasta og gagnsæjasta leið í útboðum með vistvænum áherslum er að umhverfissjónarmiðin komi fram í heiti vörunnar. Í útboðsgögnunum er svo hægt að setja fram nánari umhverfisskilyrði. Við skilgreiningu á vörunni þarf þó að hafa í huga að hún má ekki leiða til mismununar sbr. meginreglur ESB.

Dæmi um skilgreiningar á vörum sem taka tillit til umhverfissjónarmiða:
  • Veitingaþjónusta sem býður upp á lífrænt ræktaðar matvörur.
  • Metanbifreið
  • Hönnun og bygging vistvænnar byggingar
  • Umhverfisvæn ræstingarþjónusta
Á vef ESB um vistvæn innkaup má finna dæmi um hvernig skilgreina má vörur og þjónustu með vistvænum áherslum, sjá Module 2: Legal framework. 
 
Í handbók ESB og Procura+ eru einnig ágæt dæmi um þetta.
Þú ert hér: Forsíða Kaupendur Útboð Undirbúningur

Um verkefnið

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Endurskoðuð stefna 2013 var útvíkkuð og tekur nú einnig til græns ríkisreksturs. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, upplýsa og aðstoða.

 

Aðstandendur verkefnisins

Fjármálaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Ríkiskaup
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hafnarfjarðarbær
Reykjavíkurborg
Landspítali

Hafðu samband

Hafir þú spurningar, athugasemdir eða fréttir er best að hafa samband í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Sjá einnig á Facebook og Twitter.

 

Flestar myndirnar á vefnum tók Hugi Ólafsson en nokkrar eru fengnar úr myndabanka norden.org.