Fréttir
Landgræðslan dregur úr vatns- og rafmagnsnotkun
Þann 9. júní 2011 voru Sveinn og Guðmundur hjá Landgræðslunni heimsóttir. Landgræðslan hefur ýmislegt gert til að draga úr umhverfisáhrifum sínum, til dæmis var sérstakt átak um að draga úr notkun á heitu vatni og rafmagni í starfsemi stofnunarinnar. Árangurinn lét ekki á sér standa og var í raun svo mikill að þeir fengu upphringingu frá Orkuveitunni sem vildi vita af hverju orkunotkun hefði snarlækkað undanfarið.