Fréttir
Svansmerktar ræstingar á Landspítala
Þann 5. maí 2011 var Landspítalinn heimsóttur og rætt var við Halldór, Kristínu, Jóhann og Jóhönnu um vistvæn innkaup spítalans. Ýmislegt er verið að gera hjá spítalanum, svo sem að setja kröfu um Svansmerktar ræstingar.
Í kjölfar svokallaðra sparnaðarfunda með starfsfólki, jókst umræða um umhverfismál enda fer þetta tvennt mjög oft saman. Eftir fundina mátti merkja minni notkun á einnota umbúðum, plastmálum og fleiru. Nýstofnaður umhverfishópur vinnur nú að hugmyndum að áframhaldandi aðgerðum til þess að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.